Sturlureykir lóð 9 1, 320 Reykholt í Borgarfirði
28.000.000 Kr.
Sumarhús
3 herb.
54 m2
28.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2003
Brunabótamat
20.850.000
Fasteignamat
12.315.000

FASTEIGNAKAUP KYNNIR: 
Frístundahús
 á 5.200 fm eignarlandi - Sturlureykir I, lóð 9 skammt frá Reykholti í Borgarfirði ásamt 1/15 hlut jarðarinnar Sturlureykir I.

Frístundahús:
Húsið er skráð 54,4 fm og til viðbótar er svefnloft með ágætri lofthæð með þakglugga og glugga á norðurhlið.
Eldhús, borðstofa og stofa eru í opnu rými með mikilli lofthæð.  2 svefnherbergi, bæði með lausum fataskápum.  Baðherbergi með sturtuklefa og hvítri innréttingu.  Húsið er flísalagt með hita í gólfum, nema svefnlofti þar sem er spónaparket.  
Húsið er vandað heilsárshús og einangrun mjög góð.  Allt heitt vatn er nýtt úr hver í sameign jarðarinnar og til upphitunar.  Kjallari með lítilli lofthæð er undir hluta hússins.   
Stór og góður pallur þar sem er heitur pottur með skjólvegg í kring.  Mikill gróður sem gerir landið skjólsælt en húsið stendur þó hátt þannig að gott útsýni fæst yfir Reykholtsdalinn og að jökli. 
Gott útivistarsvæði er á sameiginlegu landi sem er einnig þó nokkuð berjaland.
Örstutt er í þjónustu í Reykholti og Kleppjárnsreykjum ásamt golfvellinum í Nesi og Deildartunguhver.  Hraunfossar, Húsafell og Langjökull er ekki langt undan.

1/15 hluti jarðarinnar Sturlureykir I ásamt íbúðarhúsi, skemmu, jarðhita, dæluhúsi og veiðiréttindum í Reykjadalsá.
Á svæðinu eru 15 sumarhúsalóðir og mynda eigendur þeirra sameignarfélag um sameignarhluta jarðarinnar.  Sturlureykir I er lögbýli sem hefur verið tekið úr hefðbundnum landbúnaðarnotkun.  Sameiginlegt íbúðarhús er á 2 hæðum, samtals 218,6 fm með 11 herbergjum.  Því hefur verið haldið vel við og er með rafmagn og heitt og kalt vatn.  Stór og góð lóð kringum húsið.  Sameiginleg vatnsveita, jarðhiti og veiðiréttindi í Reykjadalsá ásamt skemmu og dæluhúsi.  
Hverjum sameignarhlut er heimilt að hafa 2 hesta í haga í sameiginlegu landi.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hrund, lögg. fasteignasali í síma 824-4760 eða sirry@fasteignakaup.is.  Vinsamlega bókið skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi: 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar skv. nánari uppl. á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.  48.000 auk vsk. samtals kr. 59.520.  

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.