Hörðukór 5, 203 Kópavogur
44.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
113 m2
44.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2006
Brunabótamat
34.370.000
Fasteignamat
42.150.000

FASTEIGNAKAUP kynnir:   **** EIGNIN ER SELD ****  með fyrirvara um fjármögnun.
Björt, rúmgóð og vel skipulögð stór 3ja herbergja íbúð á útsýnisstað
í Kórahverfi í Kópavogi.  Húsið sem er lyftuhús er álklætt að utan.  Stæði í bílageymslu. 

Íbúðin er á 9. hæð og með miklu útsýni til Bláfjalla, skráð samtals 113 fm, þar af 11,3 fm geymsla.  Stæði í upphitaðri bílageymslu fylgir íbúðinni.

Þessa íbúð er vert að skoða.  Eignin er við skóla og leikskóla, örstutt frá verslun og íþrótta- og útivistarsvæði.

Nánari lýsing eignar:  Sameiginlegur snyrtilegur inngangur - 2 lyftur í húsinu.
Komið er inní rúmgóða forstofu með stórum forstofuskáp.  Parket á gólfi.  
Þaðan er gengið inn í hol þar sem tvö svefnherbergi eru á vinstri hönd en baðherbergi á hægri hönd.
Svefnherbergin eru með góðum fataskápum og parketi á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með baðkari, sturtuklefa, handklæðaofni og upphengdu salerni.  Falleg viðarinnrétting.  Hiti í gólfi.
Eldhús er opið inn í borðstofu og stofu með góðri viðarinnréttingu.  Háfur og tengi fyrir uppþvottavél.
Frá borðstofu er útgengt á stórar suðursvalir með glæsilegu útsýni til Bláfjalla og að Elliðavatni.
Stofan er rúmgóð með gluggum í suður og austur.
Þvottahús sem er innan íbúðar er með einfaldri innréttingu með vask og fráleggsborði.  Flísar á gólfi.

Parket er á allri íbúðinni nema baðherbergi og þvottahúsi.  Hurðir, innréttingar og fataskápar úr sama við sem myndar skemmtilega heild.
Stór geymsla í kjallara.  Stæði í upphitaðri bílageymslu.

Þetta er falleg eign á góðum útsýnisstað.   Sameiginlegt leiksvæði á lóð og öll aðkoma er til fyrirmyndar.  Eignin er við hlið Hörðuvallaskóla og leikskólans Kór og á móti verslun Krónunnar og Kórnum, íþróttahúsi.  Stutt í aðra þjónustu og útivistarsvæði.

Húsfélagayfirlýsing bæði fyrir hús og bílageymslu liggur fyrir.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignakaup fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og eftir atvikum leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hrund lögg. fasteignasali í síma 824-4760 eða sirry@fasteignakaup.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% / 1,6% fyrir lögaðila (0,4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald er breytilegt milli lánastofnana. Upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr 59.520. með vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.