Þverás 51, 110 Reykjavík (Árbær)
69.500.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á tveimur hæðum
6 herb.
192 m2
69.500.000
Stofur
3
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1987
Brunabótamat
49.380.000
Fasteignamat
55.950.000
Áhvílandi
16.929.029

FASTEIGNAKAUP OG ERNA FASTEIGNASALI KYNNA: Erum með í einkasölu endaraðhús nr. 51 við Þverás í Reykjavík. Húsið er á tveim hæðum neðri hæð er 87,2fm., og efri hæð er 74,2fm., en gólfflötur efri hæðar þó meiri þar sem hún er undir súð að hluta, alls  er húsið skráð 161,4 fm., ásamt 31,5m2 bílskúrs eða samtals 192,8m2. Stutt er í frábær útivistarsvæði  t.d. við Rauðavatn, Víðidalinn og Elliðárdalinn. Útsýni er til Helgafells, Húsfells, Grindarskarða, Heiðmerkur og víðar.

 Þessi eign er tilvalin fyrir hestafólk stutt í hesthúsin og frábærar reiðleiðir. 

Komið er inn í flísalagða forstofu með fataskáp, á forstofugangi er þvottahús og gesta wc. Úr forstofu er gengið inn í miðrými, úr miðrýminu er gengið inn í opið eldhús og stofu/boðrstofu. Á efri hæð er baðherbergi og þrjú góð svefnherbergi tvö þeirra með skápum, opið rúmgott vinnu/tómstundarrými (hægt að breyta í fjórða svefnherbergið) þaðan er gengið út á stórar svalir. 

Nánari lýsing eignar: 
Forstofa: 
Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fataskáp, úr forstofu er gengið inn í gesta wc með flísum á gólfi og þvottahús með tengi fyrir þvottavél og þurrkara.  
Miðrými: Úr forstofu er komið inn í miðrými með flísum á gólfi en þaðan er gengið inn í eldhús og stofur og upp á rishæð.  
Eldhúsið: Eldhúsið er opið inn í miðrými/stofur, eldhúsið var endurnýjað árið 2009, eikarspónlögð innrétting frá Axis með marmara borðplötu, keramik helluborði,  veggháfi  og bakaraofni, innbyggð uppþvottavél, tæki frá Gorenje. Hiti í gólfi. 
Stofur: Björt stofa og borðstofa á jarðhæðinni með útgengi bæði úr stofu og borðstofu á pall og út í  garð.    
Úr miðrými jarðhæðar er gengið upp steyptan flísalagðann stiga.
Miðrými rishæðar:  Flísar á gólfi úr miðrýminu er gengið inn í öll þrjú svefnherbergi hússins, öll herbergin eru rúmgóð og  tvö erum með skápum, korkur á gólfum. Rúmgott vinnurými sem hægt er að breyta í fjórða svefnherbergi með parketi á gólfi, útgengt er á stórar austur svalir með útsýni til suðurs og norðurs. 
Baðherbergi: Baðherbergið er á rishæðinni, sturtuklefi, skápa innrétting frá Axis, upphengt wc, flísar í hólf og gólf. Hiti í gólfi. Baðherbergið var allt tekið í gegn árið 2009.
Bílskúr: Bílskúrinn er rúmgóður 31,5fm. Útgengt úr bílskúrnum út í garð.  

Allar upplýsingar veitir Erna Vals lögg. fasteignasali í síma 892-4717 eða erna@fasteignakaup.is


Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Því er væntanlegum kaupendum best á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og eftir atvikum leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi: 0,8% af heildarfasteignamati (0,4% við fyrstu kaup einstaklinga), 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - nánari uppl. á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 48.000 auk vsk. samtals kr. 59.520. 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.